Ársþing HSÞ 2024

Það líður að lögbundnu ársþingi HSÞ. Þingið verður haldið sunnudaginn 10. mars n.k. á Breiðumýri og er í umsjón Umf. Eflingar. TIllögur sem leggja á fyrir þingið hafa verið sendar aðildarfélögunum en þær er einnig hægt að skoða hér á síðunni (undir gögn – þinggögn).

Þingfulltrúar eru hvattir til þess að skoða tillögurnar vel og koma vel undirbúin fyrir þingið þannig að fram geti farið málefnalegar og góðar umræður.

Á þinginu verður jafnframt kjöri íþróttamanns HSÞ lýst.

 

Héraðssamband Þingeyinga | Litlulaugaskóla | 650 Laugar
s. 896-3107 | hsth@hsth.is
kt. 580408-1330 | banki 1110-25-000252

Privacy Preference Center