Ársþing á fimmtudag
Ársþing HSÞ verður haldið á virkum degi þetta árið eða fimmtudaginn 13. mars n.k. og ferð það fram í Hlyn, sal FEBH á Húsavík og hefst kl. 17. Þinggögn og tillögur hafa þegar verið send á aðildarfélögin en tillögur þingsins er einnig hægt að nálgast hér á síðunni www.hsth.is/thinggogn.
Þingið er að þessu sinni í umsjón Völsungs sem stakk upp á þessari nýlundu að hafa þingið á virkum degi. Vonandi reynist þessi tilraun vel og allir verði komnir heim til sín á skikkanlegum tíma og njóti þess að hafa helgardagana lausa.
Aðeins liggja fimm tillögur fyrir á þinginu og má kannski segja að tillögur til lagabreytinga séu markverðastar en þar er lagt til að ársþing HSÞ verði haldið annað hvert ár líkt og er hjá mörgum íþróttabandalögum.