Verkefna- og styrktarsjóðu HSÞ auglýsir eftir umsóknum
Stjórn HSÞ auglýsir eftir umsóknum í Styrktar- og verkefnasjóð HSÞ. Tilgangur sjóðsins er að styðja við og efla íþrótta- og félagsstarf á sambandssvæði HSÞ.
Markmið sjóðsins er m.a. að styrkja eftirfarandi:
- Íþróttafólk sem hefur hæfileika og getu til þess að ná langt í sinni íþróttagrein.
- Félagsmenn (iðkendur, þjálfara, starfsfólk og stjórnarfólk) til þátttöku í fræðslunámskeiðum, ráðstefnum eða fundum sem er íþróttalífi og félagsstarfi í héraði til bóta.
- Fræðsluerindi innan héraðs fyrir iðkendur, þjálfara, dómara eða sjálfboðaliða. Skilyrði er að opið sé fyrir þátttöku frá öllum aðildarfélögum HSÞ.
- Ferðakostnað einstaklinga vegna æfinga og keppni innanlands og erlendis.
- Nýjungar og sérstök verkefni.
Auðvelt er að senda inn umsókn í sjóðinn en umsóknareyðublaðið er fyllt út á netinu, sjá www.hsth.is/reglugerdir/ og velja sækja um styrk. Umsóknir fyrir seinni úthlutun ársins þurfa að berast í síðasta lagi 15. nóvember n.k.