HSÞ styrkir fjölbreytt verkefni
Verkefna- og styrktarsjóður HSÞ veitti nýlega styrki til aðildarfélaga og félagsmanna HSÞ vegna íþróttatengdra verkefna sem viðkomandi sóttu um í sjóðinn í seinni úthlutun. Alls hefur kr. 1.563.834 verið úthlutað í ár og skiptist úthlutunin á eftirfarandi hátt:
-
- þjálfaramenntun 85.624 kr.
- landsliðsverkefni 671.500 kr.
- akstur á æfingar 286.000 kr.
- sérstök verkefni 520.710 kr.
Við erum gríðarlega ánægð að geta stutt við verkefni innan sambandsins sem koma aðildarfélögunum til góða og ekki síður íþróttamönnum innan okkar raða. Þetta er dágóð upphæð sem varið er í styrki á þessu ári en engu að síður er þetta aðeins brot af upphæðinni sem sótt var um sem voru rúmar 2,25 milljónir kr.
Við viljum í þessu samhengi minna á að Héraðssambandið er á almannaheillaskrá og hvetjum við einstaklinga og fyrirtæki til þess að leggja sambandinu lið og styðja við starfið með frjálsum framlögum. Bankaupplýsingar sambandsins eru neðst á heimasíðunni www.hsth.is.