Lífshlaupið hefst 1. febrúar 2026!
Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að sporna við kyrrsetu og hvetja landsmenn til þess að hreyfa sig meira í sínu daglega lífi.
Vinnustaðakeppnin stendur yfir frá 1. – 28. febrúar og grunn- og framhaldsskólakeppnin í tvær vikur í febrúar.
Ætlar þinn vinnustaður ekki að vera með? Skráningarlinkur
Skráningarferlið er einfalt og fínar leiðbeiningar má finna hér. Leiðbeiningar á ensku eru hér
Héraðssamband Þingeyinga hvetur vinnustaði sem og grunn- og framhaldsskóla til að skrá sig til leiks.

