Héraðsmót HSÞ í sundi 24. nóvember

Héraðsmót HSÞ í sundi fer fram í sundlauginni á Laugum laugardaginn 24. nóvember. Keppnisgreinar eru skv. reglugerð, þó ekki í þeirri röð sem þar kemur fram. Upphitun hefst kl. 9:00 og er ráðgert að keppni sé lokið um hádegi. Verðlaunaafhending fer fram í Dalakofanum strax að loknu móti yfir pizzuveislu sem þátttakendum og fylgjendum býðst að taka þátt í.

Skráningar berist á skrifstofu HSÞ í síðasta lagi fimmtudaginn 22. nóvember hsth@hsth.is

Aksturssjóður – auglýst eftir umsóknum vegna æfinga í sumar

Aksturssjóður HSÞ auglýsir eftir umsóknum í sjóðinn vegna íþróttaæfinga í sumar.

Tilgangur sjóðsins er að taka þátt í ferðakostnaði vegna þátttöku barna og unglinga, 18 ára og yngri, á félagssvæði HSÞ í skipulögðum íþróttaæfingum og/eða skipulögðu félags- og æskulýðsstarfi, á vegum aðildarfélaga HSÞ.

Umsóknarfrestur er til og með 30. október 2018. Eyðublöð og reglugerð sjóðsins má finna á heimasíðu HSÞ http://hsth.is/log-og-reglugerdir/

Fræðslusjóður HSÞ – Þjálfaranámskeið ÍSÍ

Fræðslusjóður HSÞ auglýsir eftir umsóknum í sjóðinn – sjá flipann umsóknareyðublöð.

Jafnframt minnum við á að haustfjarnám 1. 2. og 3. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst mánudaginn 24. sept. nk. Skráning er rafræn og þarf henni að vera lokið fyrir föstudaginn 21. sept. Rétt til þátttöku á 1. stigi hafa allir sem lokið hafa grunnskólaprófi. Til þátttöku á 2. stigi þarf að hafa lokið 1. stigi, hafa gilt skyndihjálparnámskeið og 6 mánaða starfsreynslu sem þjálfari. Til þátttöku á 3. stigi þarf að hafa lokið 2. stigi eða sambærilegu námi, hafa gilt skyndihjálparnámskeið og að hafa 18 mánaða starfsreynslu sem þjálfari.

Námskeið fyrir fólk í stjórnum félaga

Við vekjum athygli á námskeiðum fyrir fólk í stjórnum félaga sem standa til boða í haust:

Þann 7. september n.k. verður námskeið á Akureyri í menningarhúsinu Hofi sem hluti af hátíðinni Lýsu, þar sem fólk á í samtali um samfélagið. Yfirskrift námskeiðsins er hlutverk og ábyrgð stjórna félagasamtaka og er það haldið föstudagsmorguninn 7. september á milli klukkan 10:00 – 11:45. Ekkert kostar á þetta námskeið en mikilvægt er að skrá sig. Frekari upplýsingar er að finna á http://www.lysa.is og hlekkur að skráningarsíðu er hér.

Í oktbóber hefst svo námskeið á vegum Opna Háskólans sem hentar stjórnendum og starfsfólki ungmennafélaga. Námslínan hefst 2. október og lýkur 22. janúar 2019. Kennt er annan hvern þriðjudag frá klukkan 9:00 -16:00. Samtals er námslínan 56 klukkustundir – átta lotur sem eru sjö klukkustundir hver. UMFÍ veitir ungmennafélögum 10% afslátt af námskeiðsgjöldum en einnig má benda fólki á að athuga með niðurgreiðslur frá sínum stéttarfélögum. Smellið fyrir skráningu og til að sjá ítarlegri upplýsingar um námslínuna.

 

 

ULM var frábært – Sumarleikar HSÞ um helgina

Unglingalandsmóti UMFÍ var slitið í Þorlákshöfn á sunnudag. Eftir vætusaman föstudag lék veðrið við keppendur það sem eftir lifði helgar, þó svo vindurinn hefði mátt hægja ögn á sér. Fjölmargar persónulegar bætingar litu dagsins ljós og þó nokkrir keppendur HSÞ urðu unglingalandsmótsmeistarar. Viljum við óska þeim öllum innilega til hamingju. Við viljum einnig þakka keppendum HSÞ fyrir þátttökuna og fyrirmyndarhegðun. Vonandi sjáumst við sem flest á Höfn að ári.

Sumarleikar frjálsíþróttaráðs HSÞ fara fram á Laugum nú um helgina 11.-12. ágúst. Þetta er ómissandi liður í frjálsíþróttadagskrá iðkenda HSÞ og einnig hafa félög eins og UFA, UMSS og UÍA verið dugleg að mæta. Við hvetjum alla til að taka þátt í skemmtilegu móti, eða koma á völlinn til að hvetja og hjálpa til. Keppnisgreinar eru nokkuð hefðbundnar hjá 12 ára og eldri en 9 ára og yngri og 10-11 ára keppa í fjölþrautum. Drög að tímaseðli er að finna í mótaforriti FRÍ http://thor.fri.is og boðsbréfið fylgir hér