Umsóknir í sjóði

Auglýst er eftir umsóknum í Aksturssjóð HSÞ. Reglugerðina og umsóknareyðublöð má finna á heimasíðu HSÞ http://hsth.is/reglugerdir/. Umsóknir vegna æfinga á sumarönn berist á netfangið hsth@hsth.is þann 10. september í síðasta lagi.

Við minnum einnig á umsóknarfrest í Fræðslusjóð HSÞ (15. nóv) og Afreksmannasjóð HSÞ (opið allt árið).

Þá hefur verið opnað fyrir umsóknir í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ. Umsóknarfrestur er til 1.október nk. Umsóknareyðublað má finna á heimasíðu UMFÍ