Ýmsar fréttir úr íþróttahreyfingunni

Á ýmsu hefur gengið í íþróttahreyfingunni að undanförnu og erfið mál komið upp sem hafa verið í fjölmiðlum. Það er því af gefnu tilefni sem viljum við minna á úrræði stjórnvalda um
samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs sem starfar samkvæmt lögum nr. 45/2019. Ef upp koma einhver mál innan íþrótta- og æskulýðsstarfs er mikilvægt að þeim sé beint í faglegan
farveg þar sem fagþekking er til staðar. Mikilvægt er að slík mál séu ekki unnin innan félagsins heldur sé leitað aðstoðar hjá barnavernd,
lögreglu eða samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs.
Sjá frekar á heimasíðu samskiptaráðgjafa: https://www.samskiptaradgjafi.is/ 

Haustfjarnám þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst 27. september n.k. Skráningin fer nú fram í Sportabler:   www.sportabler.is/shop/isi.

Það er ósk okkar að við verðum sem mest laus við covid á komandi vetri, en allur er varinn góður og minnum við á persónulegar sóttvarnir og nýjar leiðbeiningar vegna smitrakninga í íþróttastarfi sem finna má m.a. á heimasíðunni ásamt covid-upplýsingum sem tengjast íþróttastarfi frá ÍSÍ.

Íþróttavika Evrópu hefst í næstu viku og viljum við hvetja alla til að vera dugleg að hreyfa sig, nú sem og alla aðra tíma ársins. Einhver aðildarfélög innan HSÞ ætla að bjóða t.d. upp á fríar æfingar þessa vikuna á meðan önnur bjóða upp á viðameiri dagskrá – fylgist með hjá ykkar félögum.

Þá er vert að minna á að haustin eru tími tækifæranna en opið er í fjölmarga styrktarsjóði fyrir félög og einstaklinga m.a. Fræðslujóð UMFÍ, Íþróttasjóð Ríkisins, Menningarsjóð KEA og síðast en ekki síst Verkefna- og styrktarsjóð HSÞ en allar upplýsingar um þann sjóð er að finna á heimasíðunni undir https://hsth.is/reglugerdir/