Home Events Mývatn Open – Hestar á ís

Mývatn Open – Hestar á ís

Mývatn Open 2021
Ísmótið Mývatn Open verður haldið helgina 5-6. mars 2021 á Stakhólstjörn við Skútustaði í Mývatnssveit. Keppt verður í B flokk og tölti (2 styrkleikaflokkar), A flokkur (1 styrkleikaflokkur,) og 100 m skeið.
Hestamannafélagið Þjálfi býður í reiðtúr út á frosið Mývatn á föstudeginum og er öllum hjartanlega velkomið að taka þátt. Sel-Hótel Mývatn býður knöpum upp á samlokur og heitt kakó í reiðtúrnum.
Dagskrá:
Föstudagur 5. mars
Hópreið um Mývatn kl. 16:30. Allir velkomnir, ekkert þátttökugjald. Hópreiðin fer frá Álftabáru.
Bílastæði eru við Sel-Hótel Mývatn.
Laugardagur: 6 mars
10:00 keppni hefst
B-flokkur, 2. og 1. flokkur, forkeppni og úrslit.
A-flokkur, forkeppni og úrslit.
Tölt, 2. og 1. flokkur, forkeppni og úrslit
100 m skeið
Skráningar í keppni sendist á netfangið thjalfiskraningar@gmail.com. Skráningarfrestur er til kl. 22:00 miðvikudaginn 3. mars. Eftirtalið þarf að koma fram í skráningu: Keppnisgrein, styrkleikaflokkur, nafn knapa, nafn hests, litur, aldur, faðir og móðir.
Skráningargjald er 2.500 kr. á hverja skráningu, greiðist inn á reikning 1110-05-402244. Kt: 480792-2549.
Vinsamlegast komið með kvittun eða sendið á netfangið thjalfiskraningar@gmail.com
Taka verður fram fyrir hvaða hest og knapa er verið að greiða. Ekki verður posi á staðnum þannig að fólk er beðið að greiða inn á reikninginn eða hafa annars reiðufé meðferðis.
Afskráningar verða að hafa borist fyrir kl: 9:00 laugardaginn 6 mars.
 • 00

  days

 • 00

  hours

 • 00

  minutes

 • 00

  seconds

Héraðssamband Þingeyinga | Litlulaugaskóla | 650 Laugar
s. 896-3107 | hsth@hsth.is | kt. 580408-1330

Privacy Preference Center