HSÞ félagar 50+

Þá er komið að því að fara í Hveragerði ….. á Landsmót UMFÍ 50+ helgina 23. – 25. júní. Njóta skemmtilegs félagskapar og keppa í hinum ýmsu greinum. Frekari upplýsingar og skráning er á umfi.felog.is  Skráningarfrestur er til 18. júní.

Íþróttanefnd fullorðinna félagsmanna HSÞ

Árna Garðar Helgason 868 7749

Reinhard Reynisson 863 6622

Þórir Aðalsteinsson 865 8602

Mývatnsmaraþon 3. júní 2017

Mývatnsmaraþon verður haldið laugardaginn 3. júní 2017.
Hlaupið hefst og endar við Jarðböðin við Mývatn og hlaupið verður eftir þjóðveginum í kringum Mývatn.


Mývatnsmaraþon 2016

Mývatnsmaraþon er frábær upplifun þar sem náttúran spilar stórt hlutverk!
Þátttakendur geta valið úr fjórum vegalengdum, maraþoni, hálfmaraþoni, 10 km og 3 km. Því ættu allir að finna eitthvað fyrir sitt hæfi.
Innifalið í þátttökugjaldi er: Grillveisla, aðgangur í Jarðböðin og hlaupabolur. Einnig verða veitt sérstök útdráttarverðlaun.

Nánari upplýsingar um hlaupið er að finna á hlaup.is.

Skráning fer fram á hlaup.is. Einnig er hægt að skrá sig á staðnum á keppnisdegi.
Athugið að frá og með 16. maí hækkar gjaldið.

Upplýsingar í síma 894 6318. Tengiliður: Elísabet Sigurðardóttir,
e-mail: myvetningur@gmail.com

 

Breytingar á aksturs- og afreksmannasjóði HSÞ

Á ársþingi HSÞ, 12. mars s.l. voru samþykktar breytingar á reglugerð afreksmannasjóðs HSÞ og felld var í heild sinni út eldri reglugerð um aksturssjóð HSÞ og ný samþykkt í hennar stað. Þessar breytingar voru gerðar til þess að búa til tekjugrundvöll fyrir aksturssjóðinn en lítið hefur verið sótt í afreksmannasjóðinn undanfarið og er hann því vel stæður um þessar mundir.

Eftirfarandi breytingar voru gerðar á afreksmannasjóði HSÞ:

2,5% af óskiptum lottótekjum renna nú í afreksmannasjóðinn í stað 5% eins og áður var. Áður fóru 5% af skatti frá félögum í sjóðinn en var það felt út með þessum breytingum. Nú eru styrkir veittir úr sjóðnum á hvaða árstíma sem er en ekki aðeins á ákveðnum árstímum. Reglugerðina má svo sjá í heild sinni hér á síðunni undir Sjóðir og styrkir.

Eldri reglugerð um aksturssjóð HSÞ var feld út og eftirfarandi reglugerð samþykkt í hennar stað:

Akstursjóður HSÞ – Reglugerð

 1.     grein.

Sjóðurinn heitir Aksturssjóður HSÞ.

 1.     grein.

Tilgangur sjóðsins er að taka þátt í ferðakostnaði vegna þátttöku barna og unglinga, 18 ára og yngri, á félagssvæði HSÞ í skipulögðum íþróttaæfingum og/eða skipulögðu félags- og æskulýðsstarfi, á vegum aðildarfélaga HSÞ.

Félagssvæði HSÞ er stórt, dreifbýlt og vegalengdirnar tiltölulega miklar þegar horft er til heildarinnar og aðstæðna. Með sjóðnum er leitast við að gefa börnum og unglingum innan HSÞ aukin tækifæri til æfinga og þátttöku í skipulögðu félags- og æskulýðsstarfi. Um leið er stutt við skipulagt starf virkra aðildafélaga HSÞ í héraði og jafnframt hvatt til aukinnar samstarfs milli aðildafélaga HSÞ þar sem það á við.

 1.     grein.

Eingöngu félagar innan aðildarfélaga HSÞ geta sótt um styrki úr sjóðnum. Umsækjendur geta verið foreldrar/forráðamenn, hópur foreldra eða aðildarfélög HSÞ. Til að umsókn geti farið fyrir aksturssjóð HSÞ þarf akstur á æfingastað að vera umfram 40 km hvora leið. Leitast skal við að sameina í bíla einsog kostur er. Ekki er gert ráð fyrir styrkjum vegna sérstakra æfingabúða utan héraðs.

 1.     grein

Stjórn sjóðsins annast alla úthlutun úr sjóðnum. Hún er skipuð þremur mönnum sem kosnir eru á ársþingi HSÞ til þriggja ára, sitt árið hver. Stjórnin skiptir með sér verkum. Þá skal á hverju ársþingi HSÞ kjósa einn varamann sem stjórninni er heimilt að kalla til ef fjallað er um mál sem tengjast einhverjum stjórnarmönnum persónulega. Skal þá sá stjórnarmaður víkja fundi.

 1.     grein

Vörslu sjóðins og reikningshald annast gjaldkeri HSÞ.

 1.     grein

Tekjur Aksturssjóðs eru:

 1. a) 2,5% af óskiptum lottótekjum HSÞ.
 2. b) Tekjur frá Íslenskri getspá.
 3. c) Frjáls framlög og söfunarfé.
 4. d) Vaxtatekjur.

8.grein.

Stjórn sjóðsins setur nánari úthlutunarviðmið en gengið er út frá ákveðnum einingatölum fyrir hvern ekinn kílómetra.

 1. grein.

Hægt verður að sækja um styrk frá sjóðnum vegna ferðakostnaðar og verður umsóknarferli auglýst 3 sinnum á ári. Umsóknir eiga að berast á þar til gerðum eyðublöðum sem aðgengileg verða á vef HSÞ.

 

Fræðslusjóður HSÞ

Stjórn HSÞ auglýsir eftir umsóknum um styrk úr Fræðslusjóði HSÞ.
Rétt til að sækja í sjóðinn hafa eingöngu félagar í aðildarfélögum HSÞ.

Umsóknarfrestur er til 15. apríl 2017

Umsóknir sendist á skrifstofu HSÞ;  hsth@hsth.is

 

Tilgangur sjóðsins er að auka menntun og þekkingu félaga innan HSÞ á íþróttagreinum, þjálfun, í félagsmálum og félagsstarfi – með því að sækja t.d. námskeið, fundi eða ráðstefnur.

Nánar um Fræðslusjóð má finna á heimasíðunni (hsth.is) undir „Stjórn HSÞ“ / sjóðir og styrkir.  Þar má einnig finna umsóknareyðublað.

Ársþing HSÞ – Thelma Dögg valin íþróttamaður HSÞ 2016

Ársþing HSÞ var haldið í Stórutjarnaskóla í dag. 55 fulltrúar frá 16 aðildarfélögum HSÞ mættu til þingsins. Aníta Karin Guttesen formaður HSÞ setti þingið og flutti skýrslu stjórnar. Fulltrúar frá UMFÍ og ÍSÍ heiðruðu félaga í HSÞ fyrir vel unnin störf í gegnum tíðina. Íþróttafólki úr héraði voru veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur í hinum ýmsu íþróttagreinum og kjöri íþróttamanns HSÞ 2015 var lýst.

Thelma Dögg Tómasdóttir hestamannafélaginu Grana var valin Íþróttamaður HSÞ 2016 fyrir góða árangur í hestaíþróttum á árinu.

Thelma Dögg Tómasdóttir

Árangur hennar á árinu 2016 er eftirfarandi

 1-2 sæti nýárstölt Léttis

Kea mótaröð
Fjórgangur                   2 sæti
Tölt                      5 sæti
Fimmgangur      1 sæti
Slaktaumatölt     4 sæti

Líflandsmót
Tölt                      2 sæti
Fjórgangur                   2 sæti
Fimmgangur      2 sæti

Vormót Léttis
Fjórgangur                   4 sæti
Tölt                      2 sæti
Slaktaumatölt     5 sæti (fullorðinsflokk)
Fimmgangur      2 sæti (fullorðinsflokk)

Landsmót 2016
A úrslit 6 sæti

Íslandsmót 2016
Fjórgangur                   16 sæti
Tölt                      3 sæti (b-úrslit)
Fimmgangur      7 sæti (a-úrslit)
Slaktaumatölt     6 sæti (a-úrslit)

Reykjavík Ridercup
Fimmgangur                13 sæti

Youth cup í Hollandi
Fimmgangur                2 sæti
Gæðingaskeið             7 sæti
Flac race                      útslit
(Valin voru 9 íslensk ungmenni til þess að fara sem fulltrúar islands)

Suðurlandsmót
Gæðingaskeið             5 sæti
100 metra skeið          7 sæti

Einnig má taka fram að Thelma Dögg hefur verið valin í afrekshóp Landsambands hestamanna. Afi Thelmu Daggar, Jón Helgi Jóhannesson, tók við verðlaunabikarnum fyrir hönd Thelmu þar sem hún var að keppa á hestamóti í Reykjavík.

Jón Helgi Jóhannesson og Aníta Karin Guttesen

Ingi Þór Ágústsson frá ÍSÍ ávarpaði þingið og heiðraði Birnu Davíðsdóttur Bjarma, með silfurmerki ÍSÍ fyrir vel unnin störf.  Gunnar Gunnarsson frá UMFÍ ávarpaði þingið einnig og heiðraði Helen Jónsdóttir Bjarma og Kristján I jóhannesson Bjarma með starfsmerki UMFÍ fyrir vel unnin störf í gegnum tíðina. Birna tók við starfsmerkinu fyrir hönd Kristjáns.

Aníta Karin Guttesen var endurkjörin formaður HSÞ til 1 árs.

Þó nokkrar breytingar voru samþykktar á ársþinginu á reglugerð Akstursjóðs HSÞ og einnig á reglugerð um Afreksmannasjóð HSÞ. Einnig var samþykkt að stofna sérstakt ungmennaráð HSÞ.

Íþróttafólk HSÞ 2016 og handhafar Hvatningarverðlauna HSÞ 2016
Hvatningarverðlaun HSÞ 2016 hlutu
Sund  –  Dagbjört Lilja Daníelsdóttir
Frjálsar íþróttir  –  Erla Rós Ólafsdóttir
Blak – Arney Kjartansdóttir
Hestaíþróttir –  Sigrún Högna Tómasdóttir
Íþróttafólk HSÞ 2016 eftir greinum
Frjálsíþróttamaður HSÞ     Unnar Þór Hlynsson
Skákmaður HSÞ                      Rúnar Ísleifsson
Glímumaður HSÞ                   Einar Eyþórsson
Skotmaður HSÞ                       Gylfi Sigurðsson
Knattspyrnumaður HSÞ     Dagbjört Ingvarsdóttir
Bocciamaður HSÞ                 Sylgja Rún Helgadóttir
Handboltamaður HSÞ        Sigurður Már Vilhjálmsson
Blakmaður HSÞ                      Jóna Björk Gunnarsdóttir
Bogfimimaður HSÞ              Guðmundur Smári Gunnarsson
Hestamaður HSÞ                   Thelma Dögg Tómasdóttir
Verðlaunagripir HSÞ 2016
Dagbjört Lilja Daníelsdóttir Hvatningarverðlaun í sundi
Arney Kjartansdóttir Hvatningarverðlaun í Blaki
Valgerður Sæmundsd. tekur við hvatningarverðlaunum í frjálsum fyrir hönd Erlu Rós Ólafsdóttur
Guðrún Kristinds. tekur við verðlaunum fyrir hönd Jónu K Gunnarsdóttur Blakmann HSÞ
Sylgja Rún Helgadóttir Bocciamaður HSÞ
Guðmundur Smári Gunnarsson Bogfimimaður HSÞ
Vilhjálmur Sigmundsson tekur við verðlaunum fyrir Haldboltamann HSÞ
Jón Helgi Jóhannsson tekur við verðlaunum vegna Hestamanns HSÞ
Einar Eyþórsson Glímumaður HSÞ
Dagbjört Ingvarsdóttir Knattspyrnumaður HSÞ
Unnar Þór Hlynsson Frjálsíþróttamaður HSÞ
Rúnar Ísleifsson Skákmaður HSÞ
Aðalbjörg Ívarsdóttir tekur við verðlaunum fyrir Gylfa Sigurðsson Skotmann HSÞ
Jón Helig Jóhannsson tekur við veðlaunum Thelmu Daggar Tómasdóttur sem var valin Íþróttamaður HSÞ 2016
Allir verðlaunahafa HSÞ 2016