Góður árangur keppenda HSÞ á Unglingalandsmóti UMFÍ

Unglingalandsmót UMFÍ fór fram um síðustu helgi á Egilsstöðum. HSÞ átti 66 keppendur á mótinu og stóðu þeir sig með glæsibrag og voru svo sannarlega til fyrirmyndar.

HSÞ átti eitt þriggja manna lið í Boccia sem sigraði í flokki 15 ára og eldri.

Tveir keppendur voru frá HSÞ í glímu og fengu silfur og brons hvor í sínum flokki.

26 frá HSÞ tóku þátt í knattspyrnu ýmist sér í liði eða í blönduðum liðum með krökkum frá öðrum félögum. Eitt lið frá HSÞ lenti í 2. sæti í sínum flokki.

Sex keppendur frá HSÞ kepptu í stafsetningu og þrír fengu verðlaun í sínum flokki, tveir brons og einn silfur.

HSÞ átti fjóra keppendur í upplestri og tveir þeirra náðu sér í verðlaun, annar gull og hinn brons.

HSÞ átti einn keppanda í Ólympískum lyftingum sem hafnaði í 3. sæti í sínum flokki.

Átta kepptu fyrir HSÞ í fjórum liðum í strandblaki og eitt liðið fékk silfur í sínum flokki.

Fjórir frá HSÞ kepptu í sundi og fengu samtals 4 brons 1 silfur og 2 gull. Boðsundssveit frá HSÞ fékk líka 1 silfur og 1 brons.

Alls kepptu 33 frá HSÞ í frjálsum íþróttum og nældu keppendur þar sér í 8 gull, 5 silfur og 9 brons. Einnig er gaman að segja frá því að 82% keppenda bættu sinn persónulega árangur á mótinu.

Einnig átti HSÞ einn keppenda í körfubolta sem keppti í liði með öðru félagi, tvo keppendur í skák og 13 keppendur í kökuskreytingum, sem er ný grein á Unglingalandsmóti UMFÍ.

Úrslitin í heild sinni má sjá á
http://www.umfi.is/unglingalandsmot-umfi

 

 

Samstarfssamningur HSÞ og Sparisjóðs Suður-Þingeyinga

Héraðssamband Þingeyinga og Sparisjóður Suður-þingeyinga undirrituðu í síðustu viku samstarfssamning sín á milli. Samningurinn var gerður til 3ja ára og vill Sparisjóðurinn með árlegu fjárframlagi, létta undir hefðbundinni starfsemi HSÞ við ræktun æskulýðs í Þingeyjarsýslum. HSÞ þakkar Sparisjóðnum kærlega fyrir veittan stuðning.

Fræðslusjóður HSÞ

Stjórn HSÞ auglýsir eftir umsóknum um styrk úr Fræðslusjóði HSÞ.
Rétt til að sækja í sjóðinn hafa eingöngu félagar í aðildarfélögum HSÞ.

Umsóknarfrestur er til 15. ágúst 2017

Umsóknir sendist á skrifstofu HSÞ;  hsth@hsth.is

Tilgangur sjóðsins er að auka menntun og þekkingu félaga innan HSÞ á íþróttagreinum, þjálfun, í félagsmálum og félagsstarfi – með því að sækja t.d. námskeið, fundi eða ráðstefnur.

Nánar um Fræðslusjóð má finna á heimasíðunni (hsth.is) undir „Stjórn HSÞ“ / sjóðir og styrkir.  Þar má einnig finna umsóknareyðublað.

HSÞ félagar 50+

Þá er komið að því að fara í Hveragerði ….. á Landsmót UMFÍ 50+ helgina 23. – 25. júní. Njóta skemmtilegs félagskapar og keppa í hinum ýmsu greinum. Frekari upplýsingar og skráning er á umfi.felog.is  Skráningarfrestur er til 18. júní.

Íþróttanefnd fullorðinna félagsmanna HSÞ

Árna Garðar Helgason 868 7749

Reinhard Reynisson 863 6622

Þórir Aðalsteinsson 865 8602

Mývatnsmaraþon 3. júní 2017

Mývatnsmaraþon verður haldið laugardaginn 3. júní 2017.
Hlaupið hefst og endar við Jarðböðin við Mývatn og hlaupið verður eftir þjóðveginum í kringum Mývatn.


Mývatnsmaraþon 2016

Mývatnsmaraþon er frábær upplifun þar sem náttúran spilar stórt hlutverk!
Þátttakendur geta valið úr fjórum vegalengdum, maraþoni, hálfmaraþoni, 10 km og 3 km. Því ættu allir að finna eitthvað fyrir sitt hæfi.
Innifalið í þátttökugjaldi er: Grillveisla, aðgangur í Jarðböðin og hlaupabolur. Einnig verða veitt sérstök útdráttarverðlaun.

Nánari upplýsingar um hlaupið er að finna á hlaup.is.

Skráning fer fram á hlaup.is. Einnig er hægt að skrá sig á staðnum á keppnisdegi.
Athugið að frá og með 16. maí hækkar gjaldið.

Upplýsingar í síma 894 6318. Tengiliður: Elísabet Sigurðardóttir,
e-mail: myvetningur@gmail.com