Umsóknir í Aksturssjóð

Stjórn HSÞ auglýsir eftir umsóknum um styrk úr Aksturssjóði HSÞ vegna haustannar 2019.

Tilgangur sjóðsins er að taka þátt í ferðakostnaði vegna þátttöku barna og unglinga, 18 ára og yngri, á félagssvæði HSÞ í skipulögðum íþróttaæfingum og/eða skipulögðu félags- og æskulýðsstarfi, á vegum aðildarfélaga HSÞ.

Eingöngu félagar innan aðildarfélaga HSÞ geta sótt um styrki úr sjóðnum. Umsækjendur geta verið foreldrar/forráðamenn, hópur foreldra eða aðildarfélög HSÞ. Reglugerð sjóðsins og umsóknareyðublað má nálgast á heimasíðu HSÞ http://hsth.is/log-og-reglugerdir/. Umsóknarfrestur vegna aksturs á haustönn er til og með 22. desember n.k.

Þá minnum við á ferðasjóð ÍSÍ fyrir keppnisferðir ársins 2019 á fyrirfram skilgreind styrkhæf mót. Frestur til að skila inn umsóknum er til miðnættis mánudaginn 13. janúar 2020. Ekki verður hægt að taka við umsóknum eftir þann tíma.

Slóð inn á umsóknarsvæði sjóðsins er http://ferdastyrkir.isi.is/