Fjölskyldan á fjallið – Þorgerðarfjall og Staðarsel

Almenningsíþróttanefnd HSÞ hefur skipulagt fjölskyldugöngu á Þorgerðarfjall í Aðaldal sunnudagskvöldið 10. júní n.k. Farið verður frá Grenjaðarstað kl. 20:00. Göngukassi verður settur upp við vörðuna efst á fjallinu og verður þar í sumar fyrir áhugasama.

Þá hefur ferðafélagið Norðurslóð þegar sett upp göngukassa við Staðarsel á Langanesi sem verður þar í sumar.

Sjá göngulýsingar undir flipanum Hreyfing – útivist Fjölskyldan á fjallið 2018

Landsmót UMFÍ 12.-15. júlí á Sauðárkrók

Það verður sannkölluð íþróttaveisla á Sauðárkróki dagana 12.-15. júlí n.k.  en þar mun fara fram bæði Landsmót UMFÍ og Landsmót 50+, og að auki Meistaramót Íslands í frálsíþróttum. Fjölmargt verður í boði þessa helgi: Keppnisdagskrá með um 30 íþróttagreinum, Láttu vaða dagskrá fyrir þá sem vilja prófa eitthvað nýtt og fá leiðsögn auk annarrar skemmtidagskrár og uppákoma þar sem fram koma m.a. Páll Óskar, hljómsveitin Albatross, Geirmundur Valtýsson o.fl.

Allir sem eru 18 ára og eldri geta skráð sig á og í raun setur hver og einn sitt landsmót saman sjálfur, sjá nánar á https://www.landsmotid.is/dagskra/Að sjálfsögðu verður fullt í boði fyrir alla yngri en 18 ára einnig.

Landsmótið er frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Landsmótið er tilvalinn vettvangur fyrir fjölskylduna, starfsmannahópa, stórfjölskylduna, saumaklúbbinn og alla sem vilja skemmta sér saman.

Hér er samantekt yfir þær keppnisgreinar sem eru í boði, eftir dögum og aldursflokkum

Hreyfivika UMFÍ – hefur þú fundið þína hreyfingu?

Hreyfivika UMFÍ hófst formlega í dag, 28. apríl. Fjölmargir viðburðir eru í boði á landsvísu og hafa margir boðberar hreyfingar skráð viðburði sína inn á heimasíðu hreyfivikunnar. Hér á starfssvæði HSÞ er vitað um skipulagða viðburði á Húsavík, Laugum, Mývatnssveit og Raufarhöfn að minnsta kosti, og eflaust fleiri sem fréttaritara er ekki kunnugt um.

Allir eru hvattir til þess að taka þátt í hreyfivikunni, hvort sem er í skipulögðum viðburðum eða af eigin frumkvæði. Þá er tilvalið fyrir fjölskyldur að klára sem flest atriði í hreyfibingói UMFÍ.

Fréttapunktar og tilkynningar 4. maí 2018

Stjórn HSÞ auglýsir eftir umsóknum í Aksturssjóð og Fræðslusjóð HSÞ – umsóknarfrestur til og með 15. maí

Tilgangur Aksturssjóðs er að taka þátt í ferðakostnaði vegna þátttöku barna og unglinga, 18 ára og yngri, á félagssvæði HSÞ í skipulögðum íþróttaæfingum og/eða skipulögðu félags- og æskulýðsstarfi, á vegum aðildarfélaga HSÞ. Eingöngu félagar innan aðildarfélaga HSÞ geta sótt um styrki úr sjóðnum. Umsækjendur geta verið foreldrar/forráðamenn, hópur foreldra eða aðildarfélög HSÞ. Reglugerð sjóðsins og umsóknareyðublað má nálgast á heimasíðu HSÞ.

Tilgangur Fræðslusjóðs er að auka menntun og þekkingu félaga innan HSÞ á íþróttagreinum, þjálfun, í félagsmálum og félagsstarfi, með því að sækja námskeið, fundi og ráðstefnur ef stjórn sambandsins álítur það íþrótta- og félagslífi í héraði til framdráttar. Öll aðildarfélög innan HSÞ og félagsmenn þeirra eiga rétt á að sækja um styrk úr sjóðnum. Reglugerð sjóðsins og umsóknareyðublað má nálgast á heimasíðu HSÞ.

Umsóknarfrestur í báða sjóði er til og með 15. maí n.k. og skal umsóknum skilað rafrænt á hsth@hsth.is. Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri.

Að lokum vill stjórn HSÞ minna á Afreksmannasjóð HSÞ. Reglugerð sjóðsins og umsóknareyðublað má nálgast á heimasíðu HSÞ www.hsth.is

Samkomutjald HSÞ til leigu í sumar

Tjaldið er 46 m2, borð og stólar fyrir 36 manns fylgja. Nokkrar helgar eru nú þegar fráteknar. Helgin kostar 40.000 kr. og hver auka dagur 10.000 kr. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu HSÞ í s. 896-3107 eða gegnum netfangið hsth@hsth.is.

Samningur ÍSÍ og Air Iceland Connect

ÍSÍ og Air Iceland Connect (AIC) hafa undirritað samstarfssamning um afsláttarkjör í innanlandsflugi fyrir íþróttahreyfinguna. Bókanir íþróttahópa fara eftir sem áður í gegnum hópadeild AIC. Fyrir einstaklingsbókanir þarf að nálgast inneignarnúmer á skrifstofu ÍSÍ á skrifstofutíma. Samninginn er að finna á heimasíðu ÍSÍ undir liðnum „Um ÍSÍ“.

Stöðubréf nr. 2 frá ÍSÍ vegna #metoo

ÍSÍ hefur sent út stöðubréf nr. 2 til að halda áfram að upplýsa um stöðu mála og það nýjasta er varðar baráttuna gegn hvers konar ofbeldi og áreitni í íþróttahreyfingunni. Bréfið má finna hér í viðhengi Bref_ithrottahreyfingin_metoo_2.

Hver er þín skoðun? Umræðupartý ungmenna og stjórnenda 10. maí

Fimmtudaginn 10. maí kl. 16:00 – 19:30 í félagsheimilinu Klifi, Ólafsvík, stendur UMFÍ í samstarfi við Héraðssamband Snæfellsness og Hnappadalssýslu (HSH) fyrir sínu 3ja umræðupartýi fyrir ungt fólk og stjórnendur innan sveitarfélaga.

Viðburðurinn hefur það markmið að gefa ungu fólki (13 – 25 ára) tækifæri til þess að koma sínum skoðunum á framfæri við stjórnendur. Nonni frá KVAN verður með stutt erindi um að vera besta útgáfan af sjálfum sér. Í framhaldi af því verða þrjár umræðulotur með þremur mismunandi viðfangsefnum. Umræðuefnin eru: Hvaða breytingar vill ungt fólk sjá á íþróttafélögum? Nemendakort – hvað fela þau í sér? Hvaða sýn hefur ungt fólk á pólitíkinni í dag?

UMFÍ styrkir ferðakostnað fyrir þátttakendur sem þurfa að ferðast lengra en 50km aðra leið til þess að taka þátt. Aðeins er hægt að fá styrk fyrir lággjaldafargjöldum eða ódýrasta ferðamátanum. Algengt er t.d. að skila inn mynd af bensín nótu. Skila þarf inn kvittunum fyrir 25. maí til þess að fá styrkinn endurgreiddan.

Skráningafrestur er til 9. maí nk.

Nánari spurningum eða vangaveltum svarar Ragnheiður hjá UMFÍ á ragnheidur@umfi.is eða í síma 568 2929. Hægt er að skrá sig með því að smella hér

Lýðháskólinn á Flateyri – auglýst eftir umsóknum

Viltu stunda nám án áherslu á einingar og próf? Taka frá heilan vetur til að prófa hvað í þér býr? Velja þér ný viðfangsefni við nýjar aðstæður með nýjum vinum?

Lýðháskólinn á Flateyri auglýsir eftir umsóknum til náms frá og með 15. apríl en kennsla hefst haustið 2018. Umsóknir fara fram á  vefsvæði skólans www.lydflat.is þar sem nálgast má upplýsingar um skólann og námsframboð. Jafnframt má nálgast ýmsar upplýsingar á fésbókarsíðu skólans https://www.facebook.com/Lydhaskoli/.

Hver sem náð hefur 18 ára aldri við upphaf námsannar getur sótt um skólavist við Lýðháskólann á Flateyri en ekki eru gerð sérstök skilyrði um fyrri störf eða menntun. Við leitum eftir nemendum sem eru áhugasamir, viljugir og tilbúnir til að taka þátt, deila ábyrgð og prófa eitthvað nýtt.

Ekki er um eiginlegan umsóknarfrest að ræða. Opnað er fyrir umsóknr 15. apríl. Afgreiðsla umsókna hefst 1. maí og verða umsóknir sem berast fyrir þann tíma settar í forgang. Eftir það afgreiðum við umsóknir jafnóðum og þær berast.

Umsækjendur eru hvattir til að sækja um sem fyrst til að auka líkur á inntöku. Það er takmarkað pláss á hverri önn, fyrstir koma, fyrstir fá. Ef nemendur sækja um og það er þegar orðið fullt er þeim boðið að vera á biðlista og/eða fá pláss á næstu önn.

Landsmót UMFÍ 2018 – helgina 12.-15. júlí á Sauðárkróki

Heimasíða landsmótsins hefur verið opnuð og vil ég hvetja alla til þess að kynna sér þetta nýja fyrirkomulag og það sem í boði verður á landsmótinu. https://www.landsmotid.is/